Auglýsing

Tveir vistaðir í fangaklefa: Innbrot í fataverslun og partíhávaði

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir nokkuð rólega nótt að baki en þrátt fyrir það eru tveir vistaðir í fangaklefa nú í morgunsárið. Tilkybnt var um innbrot og þjófnað á skemmtistað í 101 auk þess sem brotist var inn í fataverslun í sama póstnúmeri en samkvæmt lögreglu eru málin í rannsókn.

Þá fékk lögreglan tilkynningu um tónlistarhávaða í hverfi 113. Laganna verður mættu á staðinn og sagði húsráðanda  að lækka. Önnur verkefni lögreglunnar voru eftirfarandi frá tímabilinu 17:00 í gær til 05:00 í morgun.

Lögreglustöð 1 – Austurbær- Miðbær-Vesturbær-Seljarnarnes:

Nokkuð var tilkynnt um aðila í annarlegu ástandi á varðsvæði lögreglustöðvar 1. Gengu þeir ýmist á brott eða þeim komið til sín heima.

Tilkynnt um innbrot og þjófnað á skemmtistað í hverfi 101.

Tilkynnt um innbrot í fataverslun í hverfi 101. Málið í rannsókn lögreglu.

Lögreglustöð 2 – Hafnarfjörður- Garðabær- Álftanes:

Ekkert fréttnæmt.

Lögreglustöð 3 – Kópavogur- Breiðholt:

Tilkynnt um þjófnað á vespu í hverfi 109.

Lögreglustöð 4 – Grafarvogur- Mosfellsbær- Árbær:

Tilkynnt um tónlistarhávaða í hverfi 113. Sagt að lækka.

Ofurölvi ekið heim til sín.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing