Umdeild Youtube stjarna biðst afsökunar á gríni á kostnað Demi Lovato

Sænska Youtube stjarnan Felix Kjellberg, þekktur sem PewDiePie, hefur beðist afsökunar á gríni sínu á kostnað Demi Lovato. Lovato var lögð inn á spítala í vikunni eftir ofneyslu fíkniefna.

Kjellberg deildi mynd af Lovato á samfélagsmiðlum þar sem mátti sjá söngkonuna biðja um peninga fyrir hamborgara sem hún myndi svo nota til þess að kaupa fíkniefni.

Sjá einnig: Demi Lovato komin til meðvitundar eftir ofskömmtun lyfja

Aðdáendur hans gagnrýndu hann harðlega fyrir myndbirtinguna og hann brást við með því að eyða myndinni út og biðjast afsökunar.

„Eyddi myndinni. Ég meinti ekkert með þessu og gerði mér ekki almennilega grein fyrir stöðunni. Ég átta mig nú á því að þetta er viðkvæmt. Afsakið!”

https://twitter.com/pewdiepie/status/1022387834580287489

PewDiePie er stærsta Youtube-stjarna í heiminum með rúmlega 64,5 milljónir fylgjenda. Hann kemst reglulega í fréttirnar fyrir umdeild atvik.

https://twitter.com/pewdiepie/status/1022971573412737025

Demi Lovato hefur samþykkt að fara í meðferð við vímuefnafíkn sinni og allt tónleikahald söngkonunnar hefur verið sett á bið í millitíðinni.

 

Auglýsing

læk

Instagram