Rappstjörnur skotnar í hættuástandi sem minnir á Tupac og Biggie árið 1996 – myndband

Glæpir hafa fylgt rappheiminum frá upphafi en þegar Tupac og Biggie voru myrtir árið 1996 var botninum náð. Þá voru 13 skotárásir dagana eftir að Tupac var drepinn og þegar Biggie var einnig myrtur var samið um vopnahlé sem mæður þeirra stóðu fyrir.

Það hefur svo verið frekar rólegt ástand í 20 ár en nú er sífellt algengara að deilur rappara endi með skotárásum eða morðtilraunum. 6ix9ine kom af stað miklum deilum með hegðun sinni á Instagram og er ennþá í lífshættu enda búinn að vitna gegn hættulegum gengjum ásamt því að móðga allt og alla.

Daniel Hernandez, aka, Tekashi 69, aka 6ix9ine, appears at his arraignment in Manhattan Criminal Court on Wednesday, July 11, 2018. He was arrested earlier Wednesday on an assault warrant from Texas. (Photo by Jefferson Siegel/NY Daily News via Getty Images)

Gengi á borð við Bloods og Crips eru í liði með ákveðnum rappstjörnum sem eru að nota tengslin við undirheimana sem hluta af ímynd sinni. Það er hins vegar gallinn við að búa til glæpamannsímynd að þú verður líklega þáttakandi eða fórnarlamb glæpa.

Í vikunni var King Von myrtur fyrir utan skemmtistað ásamt þremur öðrum. XXXTentacion, Jimmy Wopo, Smoke Dawg, Young Greatness, Feis, Kevin Fret, Nipsey Hussle, Pop Smoke, Huey eru meðal þeirra sem hafa verið myrtir á 2 árum.

Þetta eru allt þekktar rappstjörnur í sínum ríkjum í Bandaríkjunum þó Íslendingar þekki kannski ekki öll nöfnin nema þeir séu vel inni í rapptónlist. Það er tímaspursmál þar til einhver af stórstjörnunum verður drepinn og hafa allir aukið öryggisgæslu gríðarlega. Sumir ganga í skotheldu vesti og eru jafnvel með áður nefnd gengi með í för til að vernda sig.

Enginn veit hvernig á að bregðast við en mæður Tupac og Biggie hafa verið mjög duglegar við að draga úr ofbeldi í rappheiminum. Þær eru hins vegar ekki að ná eyrum unga fólksins og því er gríðarlega spenna á milli yngstu rapparanna.

Vonandi tekst að leysa þetta en þangað til er enginn öruggur í rappheiminum.

Hér má sjá vinsælt myndband frá King Von sem var myrtur í vikunni – um 30 milljón manns hafa séð þetta myndband.

 

 

 

Auglýsing

læk

Instagram