Opnunarhátíð Hinsegin daga verður haldin í dag

Opnunarhátíð Hinsegin daga verður haldin í Gamla bíó við Ingólfsstræti í kvöld, þriðjudaginn 3. ágúst. Húsið opnar klukkan sjö. Þegar klukkan slær átta verða Hinsegin dagar formlega settir og við tekur stutt skemmtidagskrá.

„Komið og njótið samverustundar með hinsegin stórfjölskyldunni og skemmtiatriða frá okkar frábæra listafólki,“ segir í tilkynningu.

Sýnt verður frá opnunarhátíðinni í beinu streymi.

Auglýsing

læk

Instagram