Undirskriftasöfnun Kára Stefáns fer eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla

Auglýsing

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar sagði í grein í Fréttablaðinu á dögunum að ef fjárlaganefnd myndi ekki breyta fjárlagafrumvarpinu á þann veg að meira fari til Landspítalans ætlaði hann ásamt nokkrum félögum að safna 100.000 undirskriftum undir plagg sem hvetur landsmenn til þess að kjósa aldrei aftur þá stjórnmálaflokka sem standa að þessari ríkisstjórn.

Undirskriftasöfnun Kára hófst í morgun inni á vefnum Endurreisn.is en þau sem skrifa undir krefjast þess að Alþingi verji árlega 11% af vergri landsframleiðslu til reksturs heilbrigðiskerfisins.

Söfnunin hefur farið eins og eldur í sinu um Facebook en ekki er vitað hversu margir hafa skrifað undir. Kári segir á vef undirskriftasöfnunarinnar að heilbrigðiskerfi sé einn af hornsteinum nútímasamfélags og sýni vilja þess til þess að hlúa að þeim sem eru sjúkir og meiddir.

Gott heilbrigðiskerfi endurspeglar sjálfsagða samhygð en lélegt heilbrigðiskerfi óásættanlegan kulda gagnvart þeim sem eru hjálpar þurfi. Það er okkar mat að á síðasta aldarfjórðungi hafi stjórnvöld vannært íslenskt heilbrigðiskerfi, að  því marki að það sé ekki lengur þess megnugt að sinna hlutverki sínu sem skyldi.

Kári segir að heilbrigðiskerfið hafi ekki fylgt framþróun í læknisfræði. „Hvorki hvað snertir notkun á tækjabúnaði né bestu lyfjum og helstu stofnanir þess eru hýstar á þann veg að það kemur í veg fyrir að hægt sé að veita nægilega mikla og góða þjónustu,“ segir hann.

Auglýsing

„Hnignun heilbrigðiskerfisins hefur að mestu leyti verið óháð því hvaða stjórnmálaflokkar hafa verið  við völd vegna þess að hún hefur verið stöðug og samfelld.“

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram