Auglýsing

Uppfært hættumatskort gefið út

Nýtt hættumat hefur verið gefið út af Veðurstofu Íslands. Kortið endurspeglar hættur á Grindavík – Svartsengi svæðinu eins og þær eru metnar þann 5. janúar 2024. Hættumatið byggir á nýjustu gögnum, þar á meðal jarðskjálfta og aflögunargögnum, auk líkanreikninga. Einnig eru metnar líkur á eldgosavá í öllum sex svæðunum sem skilgreind eru á hættumatskortinu.

Aðalbreytingin er á Svartsengi svæðinu (svæði 1), þar sem nú er talin vera „nokkur hætta“, en það er lækkun frá síðustu útgáfu kortsins. Ástæðan fyrir þessari breytingu er að hætta vegna myndunnar á stórum sprungum á yfirborði er talinn minni þar sem engar nýjar slíkar sprungur hafa myndast að undanförnu. Auk þess sem samtúlkun vísindafólks á vöktunargögnum á samráðsfundi Veðurstofunnar, bendir til þess að Sundhnúksgígaröðin, milli Stóra-Skógfells og Hagafells, sé lang líklegasta upptakasvæði eldgoss.

Það er mikilvægt að árétta að síðasta gos hófst með mjög skömmum fyrirvara. Veðurstofan heldur áfram að vakta svæðið gaumgæfilega allan sólarhringinn og er í beinu sambandi við almannavarnir um stöðu mála.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing