Úr hverju hefur Þjóðkirkjan að spila?

Auglýsing

Starfshópur á vegum innanríkisráðuneytisins hefur lagt til að Þjóðkirkjan fái endurgreiddan þann niðurskurð sem hún tók á sig umfram aðrar stofnanir eftir hrun. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Samkvæmt upplýsingum RÚV er upphæðin sem um ræðir um 660 milljónir króna. Það er hins vegar gert ráð fyrir að Þjóðkirkjan fái aðeins lítið brot af þeirri fjárhæð.

Skoðum aðeins úr hverju þjóðkirkjan hefur að spila.

 

Samkvæmt fjárlögum fær Þjóðirkjan 4.087 milljónir úr ríkissjóði á árinu

Auglýsing

Þar af fær biskup Íslands 1.710 milljónir, um 262 milljónir fara í kirkjumálasjóð, 72 milljónir í kristnisjóð og um 339 milljónir í jöfnunarsjóð sókna. Loks greiðir ríkissjóður rúmlega 1.906 milljónir í sóknargjöld til þjóðkirkjunnar.

Um 978 milljónir kostar að reka kirkjugarðana en við tókum þá tölu ekki með. Skoðum sóknargjöld aðeins betur.

75% þjóðarinnar er skráð í Þjóðkirkjuna sem fær engu að síður 86% sóknargjalda

tumblr_n345kvXdSY1rfduvxo1_500

Samkvæmt tölum frá hagstofunni voru 244.440 Íslendingar skráðir í Þjóðkirkjuna árið 2014. Íslendingar voru um 326 þúsund sem þýðir að um 75% þjóðarinnar var skráð í Þjóðkirkjuna í fyrra. Þrátt fyrir það renna um 86% sóknargjalda til Þjóðkirkjunnar en 14%, eða um 306 milljónir, til annarra trúfélaga.

Fækkar í Þjóðkirkjunni en þeim sem greiða sóknargjöld fjölgar

tumblr_lsrhz2Ocj41qjhhumo1_r1_500

Árið 2004 voru 250.176 skráðir í Þjóðkirkjuna. Í fyrra var þessi tala 244.440. Þrátt fyrir þessa fækkun hefur þeim sem greiða sóknargjöld (16 ára og eldri) fjölgað úr 189.257 í 191.455 á þessu tímabili, samkvæmt tölum frá Hagstofunni.

Fínustu grunnlaun presta

giphy (4)

Grunnlaun presta eru 514 þúsund krónur á mánuði. Það er nokkuð gott en grunnlaun nýútskrifaðs læknakandídats eru t.d. 330 þúsund krónur á mánuði. Þetta segir þó ekki alla söguna þar sem báðar stéttir fá viðbótartekjur fyrir ýmsa vinnu í störfum sínum.

Ungt fólk yfirgefur Þjóðkirkjuna

tumblr_mael1glwO91rnuci7

Alls gengu 542 fleiri einstaklingar úr Þjóðkirkjunni en í hana á tímabilinu 1. júlí til 30. september í fyrra. 636 sögðu sig úr henni á sama tíma og 94 skráðu sig. Af þeim sem skráðu sig úr kirkjunni eru 380 fæddir á árunum 1981 til 1995. Þetta kemur fram í tölum Þjóðskrár um trúfélagsbreytingar.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Rjómalöguð rækjusúpa

Tandoori kjúklingaleggir

Instagram