Vegrið kom í veg fyrir alvarlegt bílslys þegar framúrakstur misheppnaðist á Hellisheiði

Það mátti litlu muna að illa færi á Hellisheiði fyrir skömmu síðan þegar tveir bílar lentu í árekstri. Samgöngustofa hefur birt myndband af atvikinu sem sýnir hversu mikilvægur aðskilnaður akstursstefna er en ljóst er að áreksturinn hefði getað endað mun verr ef ekki hefði verið fyrir víravegrið sem skildi vegina að. Sjáðu myndbandið að neðan.

Í tilkynningu frá Samgöngustofu segir að á síðasta ári hafi þrír einstaklingar látist í framanákeyrslum og 47 hafi slasast. Það sem af er árinu hefur orðið mikil aukning á framanákeyrslum en í tilkynningu Samgöngustofu segir að fimm hafi látist af völdum framanákeyrslna það sem af er ári.

„Þeir eru hins vegar ótaldir allir þeir sem hafa sloppið vegna aðskilnaðar aksturstefna. Þetta myndband og fjöldi annarra atvika vitna um að því fjármagni sem notað er í slíkar framkvæmdir er vel varið,” segir í tilkynningunni.

Atvikið sem átti sér stað á Suðurlandsvegi við Svínahraun er ansi óhuggulegt en það má sjá á myndbandinu hér að neðan.

Aðskilnaður akstursstefna getur skilið á milli lifs og dauða

Samgöngustofu barst þetta myndband í hendur en það sýnir árekstur sem átti sér stað á Hellisheiði. Það sýnir, svo ekki verður um villst, hve miklu máli aðskilnaður akstursstefna skiptir. Á síðasta ári létust 3 í framanákeyrslum og 47 slösuðust. Þeir eru hinsvegar ótaldir allir þeir sem hafa sloppið vegna aðskilnaðar aksturstefna. Þetta myndband og fjöldi annarra atvika vitna um að því fjármagni sem notað er í slíkar framkvæmdir er vel varið.

Posted by Samgöngustofa on Föstudagur, 29. júní 2018

 

Auglýsing

læk

Instagram