Victoria og David Beckham hafa tvisvar haldið afmælisveislu á Búllunni: „Þau eru bara eins og venjulegt fólk“

Auglýsing

Victoria og David Beckham hafa tvisvar haldið afmælisveislu fyrir syni sína á Hamborgarabúllunni í London. Þetta sagði Tómas A. Tómasson, Tommi, í viðtali hjá Snorra Björnssyni í The Snorri Björns Podcast Show. Hlustaðu á þáttinn hér fyrir neðan.

Fjölmiðlar hérlendis hafa áður greint frá ást Davids Beckham á Búllunni og árið 2015 kom fram að Brooklyn Beckham, sonur þeirra hjóna, hafi haldið upp á afmælið sitt á íslenska hamborgarastaðnum.

Tommi segir í viðtalinu við Snorra að allir fíli David Beckham. „Ég segi að það er ekki hægt að fá betri frægan mann í heimsókn en Beckham,“ segir hann.

Það er enginn sem hefur horn í síðu Beckham. Hann er svo næs og kurteis og lítillátur og leyfir fólki að taka myndir af sér ef það er málið. Hann kemur ekkert endilega oft en tvisvar sinnum tók hann stað á leigu til að halda afmælisveislu fyrir börnin sín.

Tommi segir í þætti Snorra að hjónin hafi bæði mætt þegar þau hafa haldið veislu á Búllunni. „Þá hafa þau mætt bæði, Victoria og hann, og verið í einhverja tvo, þrjá tíma. Við höfum lokað Búllunni og þau hafa verið þarna og passað upp á að krakkarnir skemmti sér,“ segir hann.

Auglýsing

„Þau eru bara eins og venjulegt fólk, Victoria og David. Það spurðist mjög fljótt út að hann hafi komið nokkrum sinnum.“

Hlustaðu á þáttinn hér fyrir neðan

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram