Vigdís vill að Sigurður Ingi segi af sér, versta kosning Framsóknar í heila öld

Vigdís Hauksdóttir, fráfarandi þingmaður Framsóknarflokksins, virðist kalla eftir því að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður og þingmaður Framsóknarflokksins, segi af sér í kjölfar niðurstaðna alþingiskosninganna.

mbl.is greindi frá

Framsókn hlaut 11,5% fylgi í kosningunum, eða 21.791 atkvæði. Flokkurinn fékk átta þingmenn kjörna en tapaði ellefu þingmönnum frá síðustu alþingiskosningum. Framsóknarflokkurinn hefur ekki fengið verri kosningu í 100 ára sögu flokksins.

Sigurður Ingi sagði í samtali við RÚV í fyrr í dag að útslitin þýði ekki að flokkurinn þurfi að standa utan næstu ríkisstjórnar. Stefnu flokksins hafi ekki verið hafnað, kjósendum hafi þótt erfitt að kjósa Framsókn eftir Panamaskjölin og afsögn forsætisráðherra.

Sjálfur viðurkenndi hann að flokkurinn eigi við vanda að glíma – ágreiningur hafi verið innan flokksins sem erfiðlega hafi gengið að laga. „Við fundum fyrir því að okkar eigið fólk gat ekki kosið flokkinn þar sem fyrrverandi formaður flokksins væri í framboði og líka vegna átakanna á flokksþinginu,“ sagði hann í samtali við RÚV. 

Sigurður sagði einnig að hann hafi verið formaður í fjórar vikur og það sé ekkert fararsnið á honum.

Auglýsing

læk

Instagram