today-is-a-good-day

Vilja að Dumbledore verði opinskár með samkynhneigð sína

Aðdáendur Harry Potter vilja að Albus Dumbledore verði opinskár með samkynhneigð sína í öðrum hluta kvikmyndanna sem byggðar eru á bókinni Fantastic Beasts and Where To Find ThemBókin er eftir J. K. Rowling og gerist sagan í sama heimi og Harry Potter lifir í en löngu fyrir tíð hans. Fyrsta myndin kom út á síðasta ári og verða þær fimm í heildina.

Nýlega var greint frá því að Dumbledore verði ein af persónunum í næstu mynd og leikarinn Jude Law færi með hlutverk hans. Þar birtir skólastjórinn úr Hogwarts sem ungur maður.

Fyrir tíu árum, eftir að sjöunda og síðasta bókin í bókaflokknum um Harry Potter, greindi Rowling frá því að Dumbledore væri samkynhneigður. Hann er þó aldrei í sambandi við karlmann í bókunum og því kom þessi staðreynd mörgum á óvart. Hafa sumir gangrýnt Rowling og sagt að hún hafi fengið þessa hugmynd eftir skrif bókanna, að í fyrstu hafi aldrei staðið til að hann væri annað en gagnkynhneigður.

Rowling hefur líka sagt frá því að þegar Dumbledore var ungur hafi hann verið skotinn í töframanninum Gellert Grindelwald en sá síðarnefndi hafi brotið hjarta Dubledore.

Áður hefur komið fram að Grindelwald verði einnig í næstu mynd og Johnny Depp fari með hlutverk hans og nú vilja aðdáendur að Rowling, sem skrifar handrit bíómyndanna, sýni Dumbledore í réttu ljósi.

Elayna Mae Darcy skrifar í færslu á aðdáendasíðunni Mugglenet.com að nú hafi höfundurinn tækifæri til að sýna hvernig Dumbledore var, löngu áður en hann varð gamall maður með brotið hjarta, mann sem var hafnað af ástinni sinni.

Hún segir einnig að þarna beri Rowling vissa ábyrgð. Með því að sýna Dumbledore sem samkynhneigðan mann í myndinni fái ungt fólk tækifæri til að sjá mikilvæga persónu sem er sjálfsörugg og lifir lífinu eins og hún er.

Myndin er væntanleg í kvikmyndahús í nóvember á næsta ári.

Auglýsing

læk

Instagram