today-is-a-good-day

Heimalöguð bernaise sósa

Þessi er alveg ótrúlega góð og vekur alltaf mikla lukku. Það sem gerir hana svona sérstaka að okkar mati er að í henni er ekki estragon eins og í flestum öðrum bernaise sósum. Mælum með þessari með helgarsteikinni!

Hráefni (fyrir c.a. fjóra) :

300 gr smjör

5 eggjarauður

1/2 tsk bernaise essence

1/2 tsk nautakraftur í duftformi eða 1/4 teningur

1/2 tsk steinselja þurrkuð eða fersk

Salt eftir smekk

Aðferð:

1. Eggjarauðurnar eru þeyttar þar til þær verða ljósar og léttar.

2. Á meðan bræðum við smjörið á vægum hita ( má alls ekki sjóða ). Nautakraftinn er gott að bræða með smjörinu og blanda honum vel saman við.

3. Setjum svo eggjarauðurnar af stað aftur á lægsta mögulega styrk, hellum smjörinu saman við í mjórri bunu og látum blandast hægt við. Það er mjög mikilvægt að gera þetta varlega og alls ekki hella öllu smjörinu saman við í einu heldur hægt og rólega.

4. Þegar þetta hefur blandast vel saman bætum við saman við þetta bernaise essence,steinselju og salti eftir smekk ( má sleppa saltinu ).

Auglýsing

læk

Instagram