Bakaður brie með beikoni og döðlum

Auglýsing

Bakaður ostur er alltaf góð hugmynd. Ofboðslega einfaldur réttur sem tekur enga stund að útbúa.

Hráefni:

Brie ostur

3 beikonsneiðar

Auglýsing

4-5 mjúkar döðlur

4-5 hnetur t.d. pekan

Sýróp t.d. frá goodgood

Aðferð:

1. Steikið beikon sneiðarnar vel á pönnu eða inní ofni. Best að hafa beikonið vel stökkt.

2. Setjið ostinn í eldfast form og setjið smá sýróp yfir. Skerið síðan beikonið í litla bita og setjið á ostinn ásamt söxuðum hnetum og döðlum.

3. Bakið ostinn í 180 gráðu heitum ofni í c.a. 10-15 mín. Toppið með meira sýrópi áður en osturinn er borinn fram.

Auglýsing

læk

Nýjast á Matur

Instagram