today-is-a-good-day

Brunch-diskur með stökkum kartöflum, beikoni, eggjum og hvítlauks chilli olíu

Hráefni:

  • 2 msk ólívuolía
  • 1 poki litlar kartöflur, skornar í tvennt
  • rifinn börkur af 1 sítrónu
  • 1 dl rifinn parmesan
  • sjávarsalt og svartur pipar
  • 6 sneiðar beikon
  • 2 msk saxaður ferskur graslaukur
  • 6 linsoðin/harðsoðin egg, skorin í tvennt

Hvítlauks chilli olía:

  • 1 dl ólívuolía
  • 4 hvítlauksgeirar rifnir niður
  • 1 tsk chilli flögur
  • 2 dl fersk basilika söxuð niður

Aðferð:

1. Hitið ofninn í 220 gráður og leggið bökunarpappír á ofnplötu.

2. Dreifið úr kartöflunum á ofnplötuna ásamt ólívuolíu, sítrónuberki, parmesan, salti og pipar. Leggið beikon sneiðarna yfir kartöflurnar og setjið þetta inn í ofn í 20 mín. Takið þetta þá út, hristið vel upp í þessu og bakið áfram í aðrar 20-25 mín eða þar til kartöflurnar eru fallega gylltar og beikonið vel stökkt. Ef beikonið er orðið vel stökkt áður en kartöflurnar eru klárar má taka það úr ofninum á undan kartöflunum.

3. Á meðan þetta er í ofninum er hvítlauks chilli olían útbúin. Hitið ólívuolíu, chilliflögur, hvítlauk og smá salt í litlum potti í c.a. 8 mín. Hrærið basiliku saman við í lokin, blandið vel saman og takið af hitanum.

4. Takið kartöflurnar úr ofninum og raðið á fata ásamt beikoninu. Dreifið úr eggjunum á fatið ásamt hvítlauks chilli olíu. Toppið með ferskum graslauk og berið fram strax.

Auglýsing

læk

Instagram