today-is-a-good-day

Cashew kjúklingur

Hráefni:

3 kjúklingabringur

1/2 laukur skorinn í strimla

1 brokkolí skorið í bita

2 dl cashew hnetur

svartur pipar

saxaður vorlaukur

sesamfræ (má sleppa)

Sósan:

1 dl soja sósa

1/2 dl kjúklingasoð

1/2 dl púðursykur

2 hvítlauksgeirar

1 msk ferskur rifinn engifer

1 tsk sesamolía

2 tsk maíssterkja

chilliflögur

Aðferð:

1. Skerið kjúklingabringurnar í litla bita og kryddið örlítið með pipar.

2. Steikið kjúklinginn á pönnu þar til hann er rétt orðinn eldaður í gegn.

3. Takið kjúklinginn til hliðar og geymið. Laukur og brokkolí fara á pönnuna og látin mýkjast vel.

4. Á meðan grænmetið er að mýkjast þá fer allt hráefnið í sósuna í skál og blandað vel.

5. Sósan fer síðan ásamt kjúklingnum á pönnuna með grænmetinu og þetta er látið malla í nokkrar mínútur eða þar til sósan fer að þykkna. Ef sósan er ekki að þykkna nógu vel má blanda 1 tsk af maíssterkju og 2 tsk af vatni í skál og hræra vel sama og hella svo í smá skömmtum út á pönnuna þar til sósan fer að þykkna.

6. Síðast eru hneturnar settar saman við réttinn og þetta er svo toppað með vorlauk og sesamfræjum.

Borið fram með hrísgrjónum.

Auglýsing

læk

Instagram