Dásamlegur nautapottréttur að hætti Frakka

Hráefni:

  • 1 kíló nautakjöt skorið í litla bita
  • 2 tsk salt
  • 1 tsk svartur pipar
  • 3 msk ólívuolía
  • 2 laukar skornir í bita
  • 7 hvítlauksgeirar kramdir og skornir í bita
  • 2 msk balsamic edik
  • 1-1/2 msk tómatpúrra
  • 1 dl hveiti
  • 4 dl rauðvín
  • 4 dl nautasoð
  • 4 dl vatn
  • 1 lárviðarlauf
  • 1/2 tsk þurrkað timjan
  • 1-1/2 tsk sykur
  • 4 stórar gulrætur skornar í bita
  • 1 poki kartöflur skornar í bita
  • fersk steinselja til skrauts

Aðferð:

1. Hitið ofninn í 190 gráður. Kryddið kjötbitana með salti og pipar. Hitið 1 msk olíu í stórum potti (sem má fara í ofn) á miðlungshita. Brúnið næst kjötið, í 3 skömmtum, ekki allt í einu, því þá brúnast það ekki nógu vel.  Þegar kjötið hefur brúnast vel á öllum hliðum þá færið þið það yfir á disk eða fat.

2. Setjið lauk, hvítlauk og balsamic edik í pottinn(ekki þvo hann á milli) og steikið í um 5 mínútur. Bætið næst tómatpúrru útí og steikið í 1 mínútu í viðbót. Færið núna kjötið aftur í pottinn og stráið hveiti yfir það. Hrærið vel í þar til hveitið er vel leyst upp eða í 1-2 mínútur. Næst fer rauðvínið saman við ásamt nautasoði, vatni, lárviðarlaufi, timjan og sykri. Hrærið vel og komið upp suðu. Setjið lok á pottinn og færið hann í ofninn. Leyfið þessu að malla í ofninum í 2 klst.

3. Takið pottinn úr ofninum og bætið gulrótum og kartöflum saman við. Setjið lokið á og aftur inn í ofninn í um 1 klst eða þar til grænmetið er elda í gegn og kjötið er vel meyrt og gott. Veiðið lárviðarlaufið úr og kryddið til með salti og pipar. Berið fram með ekta kartöflustöppu. Ef það verður afgangur af réttinum má frysta hann, en rétturinn geymist í nokkrar vikur í frysti.

Auglýsing

læk

Instagram