Eftirrétturinn í jólaboðinu er súkkulaði Pavlova með hindberjum

Auglýsing

Hráefni fyrir botninn:

  • 6 eggjahvítur
  • 300 gr sykur
  • 3 msk kakó
  • 1 tsk balsamik edik
  • 50 gr dökkt súkkulaði, saxað smátt

Á toppinn:

  • 500 ml rjómi
  • 500 gr hindber
  • 2-3 msk saxað dökkt súkkulaði

Aðferð:

1. Hitið ofninn í 180 gráður og leggið bökunarpappír á ofnplötu. Þeytið eggjahvíturnar þar til þær fara að stífna, þeytið áfram og bætið sykrinum saman við, 1 msk í einu. Þeytið þar til að blandan er orðin vel stíf og glansandi. Blandið kakó, balsamik og söxuðu súkkulaði varlega saman við með sleif.

Auglýsing

2. Hellið þessu á ofnplötuna og mótið þykkan hring, c.a. 25 cm. Setjið þetta inn í ofninn og lækkið um leið hitann í 150 gráður. Bakið þetta í 60-70 mín.

3. Slökkvið þá á ofninum, opnið örlítið hurðina á honum og látið þetta standa þar inni og kólna með ofninum.

4. Þegar marengsinn er búinn að kólna alveg þá er rjóminn þeyttur og settur ofan á. Dreifið hindberjum yfir ásamt söxuðu súkkulaði.

Auglýsing

læk

Nýjast á Matur

Instagram