today-is-a-good-day

Einfalt og gott hvítlauksbrauð

Hráefni:

  • Baquette brauð eða ciabatta brauðhleifur
  • smjör við stofuhita
  • Ólívuolía
  • hvítlauksrif, rifin niður
  • Salt og pipar
  • rifinn mozzarella
  • rifinn Parmesan
  • fersk steinselja söxuð niður

Aðferð:

1. Hitið ofninn í 200 gráður og leggið álappír eða bökunarpappír á ofnplötu.

2. Skerið brauð í tvennt, langsum. Hrærið saman smjöri, ólívuolíu, hvítlauk, salti og pipar. Smyrjið yfir báða brauðhelmingana. Setjið álpappír yfir brauðið og bakið 10 mín. Takið þá álpappírinn af og dreifið ostinum yfir brauðið. Bakið áfram þar til osturinn er bráðinn og farinn að taka á sig gylltan lit.

3. Skerið brauðið niður og toppið með saxaðri steinselju.

Auglýsing

læk

Instagram