Grísalund í rjómasósu með hvítvíni, salvíu og rósmarín

Auglýsing

Hráefni:

  • 1/2 dl ólívuolía
  • 5 hvítlauksgeirar, skornir í tvennt langsum
  • 2 msk saxað ferskt rósmarín
  • 2 msk söxuð fersk salvía
  • 700 gr grísalund
  • 3 dl hvítvín
  • salt og pipar
  • 1 dl kjúklingasoð
  • 1 dl rjómi

Aðferð:

1. Hitið olíu á pönnu og steikið grísalundina í um 5 mín á hvorri hlið, kryddið hana með salti og pipar og færið hana yfir á fat. Notið sömu pönnu og steikið hvítlauk, rósmarín og salvíu í um 1 mín. Bætið þá hvítvíni á pönnuna og náið upp suðu. Látið malla í um 2 mín.

2. Færið kjötið aftur á pönnuna. Setjið lok, til hálfs, á pönnuna og látið þetta malla á vægum hita í um 1 klukkustund. Snúið kjötinu reglulega við á pönnunni og fylgist með því að það sé alltaf nóg af vökva. Bætið örlítið af vatni á pönnuna ef þörf er á.
3. Þegar kjötið er klárt ( gott er að nota kjöthitamæli til að sjá hvort það sé eldað í gegn ) þá er það tekið af pönnunni og lagt til hliðar (gott er að leggja álpappír yfir kjötið á meðan sósan er útbúin)
4. Hækkið hitann á pönnunni og bætið kjúklingasoði á hana ásamt rjóma. Náið upp suðu og leyfið þessu að malla í nokkrar mín eða þar til sósan fer að þykkna. Kryddið til með salti og pipar.
5. Skerið kjötið í sneiðar og berið fram með sósunni.
Auglýsing

læk

Nýjast á Matur

Instagram