Auglýsing

Heimalagaðir ofnbakaðir kjúklinganaggar með hunangs-sinnepssósu

Hráefni fyrir kjúklinginn:

 • 1 kg kjúklingabringur skornar í 4 cm bita
 • 1 1/2 dl súrmjólk
 • 5 dl kornflex, mulið fínt
 • 2 msk hveiti
 • 2 msk chilli krydd
 • 1 1/2 dl cheddar ostur, rifinn fínt niður
 • svartur pipar
 • ólívuolía

Hráefni í hunangs-sinneps sósu:

 • 1/2 dl dijon-sinnep
 • 1/2 dl hunang
 • 1/2 dl sýrður rjómi eða majónes
 • 2 msk ólívuolía
 • safinn af 1/2 sítrónu
 • 1/4 tsk cayenne pipar
 • salt og pipar

Aðferð:

1. Setjið kjúklingabitana í poka og hellið mjólkinni með í pokann. Lokið pokanum og hristið allt vel saman.

2. Hitið ofninn í 200 gráður og leggið bökunarpappír á ofnplötu. Setjið kornflex, hveiti, chilli krydd, smá pipar og cheddar ost í skál og blandið vel saman.

3. Takið einn bita í einu upp úr pokanum og veltið upp úr kornflex-blöndunni og raðið á ofnplötuna. Passið að hafa ekki of þétt á plötunni, raðið þá frekar á tvær plötur. Þegar allir bitarnir eru klárir eru þeir penslaðir með smá ólívuolíu. Bakið í um 15-20 mín eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn.

4. Gerið sósuna á meðan kjúklingurinn er í ofninum. Blandið öllum hráefnum saman og hrærið vel saman þar til sósan verður silkimjúk.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing