today-is-a-good-day

Hvernig vín henta vel með sterkum mat?

Oft vefst það fyrir fólki hvernig vín eigi að velja með sterkum og krydduðum mat og raunar gilda ekki alveg sömu lögmál um þessa hluti því bragðmiklir réttir þurfa ekki endilega að vera sterkir svo kannski er ekki neitt eitt einfalt svar til. Þegar kemur að mjög sterkum réttum sem innihalda chili sem brennur jafnvel munn og tungu getur verið gott að hafa nokkur atriði í huga. Hið fyrsta er að vínið sé kalt, því það er eitt af því sem er gott þegar munnurinn logar. Annað sem reynist vel er að vínið sé í sætari kantinum en það hjálpar til við að hjúpa logandi tunguna og það þriðja sem gott er að hafa í huga er að vínið sé ekki mjög áfengt, enda getur reynst þörf á að drekka nokkurt magn.

En hvernig vín eða áfengir drykkir henta þá? Jú, ísköld sæt hvítvín, þau uppfylla einhver skilyrði hér að ofan, en einnig kemur bjór sterkt til greina, til dæmis ljós lagerbjór eða premium-pilsner. Hann skortir þó aðeins sætuna. Sæt Riesling-vín frá Þýskalandi uppfylla öll þessi skilyrði en einnig vín sem gerð eru úr gewurztraminer-þrúgunni og nokkrum fleiri þrúgum en þau eru þó oft nokkuð alkóhólrík.

Raunar ganga þau mjög vel með millisterkum og mjög krydduðum mat eins og indverskum, taílenskum og víetnömskum. Ákveðnar tegundir af rauðvíni geta líka hentað ágætlega með sterkum og mikið krydduðum mat eins og þurr, kröftug og alkóhólrík vín. Rauðvínum sem ætlað er að neyta með krydduðum mat ættu að vera vín sem þola að vera borin fram nokkuð svöl t.d. Beaujolais, Carmenere, Chinon og Shiraz, en auk þess geta sum Pinot Noir-vín gengið vel. Góð Côtes du Rhône-vín henta einstaklega vel með krydduðum og millisterkum mat og þau eru raunar talin mjög fjölhæf matarvín.

Þessa grein ásamt öllu öðru efni sem birtist í tímaritum Birtíngs getur þú lesið með því að gerast áskrifandi!

Auglýsing

læk

Instagram