Ketóvænar amerískar pönnukökur með sýrópi

Auglýsing

Þessar innihalda hvorki hvítan sykur né hvítt hveiti. Hér notum við sykurlausa sýrópið frá Goodgood og möndlumjöl en útkoman eru gómsætar pönnukökur sem gefa öðrum pönnukökum ekki neitt eftir. Þú borðar þessar án samviskubits við hvaða tilefni sem er. Þær eru líka 100 % keto, fyrir þá sem eru á slíku mataræði.

Hráefni í c.a. 7-8 stk:

1,2 dl möndlumjöl

3 msk kókoshveiti

Auglýsing

1 msk sýróp frá goodgood (eða annað sykurlaust sýróp)

1/2 tsk lyftiduft

2 stór egg eða 3 lítil

1/2 dl ósæt möndlumjólk eða rjómi

4 msk fljótandi kókosolía eða önnur bragðlaus olía

1/2 tsk vanilludropar

salt á hnífsoddi

Aðferð:

1. Öllu skellt og skál og hrært saman. Best er að gera það í hrærivél eða með handþeytara.

2. Hitið pönnu með smjöri eða olíu og steikið pönnukökurnar þar til þær eru vel gylltar og fallegar.

3. Berið fram með með sykurlausa sýrópinu. Njótið!

Auglýsing

læk

Nýjast á Matur

Instagram