Kjúklingabringur í rjómalagaðri sinneps-sveppasósu

Auglýsing

Hráefni:

 • 1 msk ólívuolía
 • 4 kjúklingabringur
 • salt & pipar
 • 250 gr sveppir, skornir í sneiðar
 • 2 skalott laukar saxaðir smátt
 • 3 hvítlauksgeirar, rifnir niður
 • 2 stilkar ferskt rósmarín eða 1 tsk þurrkað
 • 1 msk hveiti
 • 80 ml þurrt hvítvín
 • 80 ml kjúklingasoð
 • 375 ml rjómi
 • 1 msk grófkorna sinnep eða dijon sinnep

Aðferð:

1. Skerið kjúklingabringurnar þvert í tvennt langsum ( svo hver bringa verði að tveim þynnri ). Kryddið þær með salti og pipar. Steikið þær á pönnu uppúr ólívuolíu þar til þær hafa tekið á sig fallega gylltan lit. Takið kjúklinginn næst af pönnunni og leggið til hliðar á disk eða fat.

2. Notið sömu pönnu og steikið sveppina ásamt rósmarín, salti og pipar í 2-3 mín. Bætið þá skalott lauknum og hvítlauknum á pönnuna og steikið áfram í 1-2 mín. Næst fer hveiti saman við og öllu hrært vel saman.

Auglýsing

3. Hellið hvítvíninu á pönnuna og skrapið vel úr botninum með spaða eða sleif. Setjið kjúklingsoð og rjóma saman við ásamt 1 msk af sinnepi.

4. Færið kjúklinginn aftur yfir í sósuna á pönnunni og náið upp suðu. Leyfið þessu að malla í 10 mín. Kryddið til með salti og pipar eftir smekk.

Auglýsing

læk

Nýjast á Matur

Instagram