Kjúklingabringur með beikoni og dijon-sinnepssósu

Auglýsing

Hráefni:

  • 1/2 dl dijon sinnep
  • 1/4 tsk paprika
  • 1/4 tsk salt
  • 1/8 tsk svartur pipar
  • 8 beikonsneiðar skornar smátt niður
  • 2 dl saxaður laukur
  • 1 msk ólívuolía
  • 700 gr kjúklingabringur
  • 3 dl kjúklingasoð

Aðferð:

1. Hrærið saman dijon sinnep, papriku, salt og pipar. Dreifið blöndunni næst vel yfir kjúklingabringurnar á báðum hliðum. Leggið til hliðar.

2. Steikið beikon á önnu þar til það fer að brúnast. Færið það næst yfir á disk eða fat. Notið sömu pönnu og steikið laukinn í beikonfitunni þar til hann fer að mýkjast. Færið hann þá yfir á diskinn með beikoninu.

Auglýsing

3. Notið aftur sömu pönnu og bætið á hana 1 msk ólívuolíu. Steikið kjúklingabringurnar í um 1,5 mín á hvorri hlið, eða ekki alveg eldaður í gegn. Færið hann yfir á disk.

4. Notið aftur sömu pönnu og bætið kjúklingasoðinu á hana og náið upp suðu. Bætið næst beikoninu og lauknum útí og blandið vel. Færið þá kjúklingabringurnar á pönnuna, lækkið örlítið hitann og leyfið þessu að malla í um 15-20 mín. Smakkið til með salti og pipar. Gott er að snúa kjúklingnum við einu sinni á eldunartímanum.

Auglýsing

læk

Nýjast á Matur

Instagram