Kjúklingalundir í rjómasósu með mozzarella og sólþurrkuðum tómötum

Einstaklega bragðgóður og einfaldur kjúklingaréttur sem er fljótlegt að útbúa. Gott er að bera réttinn fram með hrísgrjónum og fersku salati.

Hráefni:

  • 3 hvítlauksgeirar rifnir niður
  • 1 lítil krukka sólþurrkaðir tómatar, olían síuð frá (setjið 2 msk af olíunni í skál og geymið) og tómatarnir skornir í litla bita
  • 450 gr kjúklingalundir (eða bringur skornar í strimla)
  • 250 ml rjómi
  • 250 ml kjúklingasoð
  • 1 dl rifinn mozzarella
  • Fersk basilikka söxuð
  • Rauðar chilli flögur, má sleppa
  • Salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

1. Hitið 2 msk af olíunni (af sólþurrkuðu tómötunum) á góðri pönnu. Steikið hvítlaukinn og sólþurrkuðu tómatana í um 1 mín. Færið þetta síðan af pönnunni á disk, en hafið olíuna áfram á pönnunni. Steikið núna kjúklinginn í olíunni, c.a. 1 mín á hvorri hlið og kryddið til með salti og chilli flögum.

2. Setjið núna hvítlaukinn og tómatana aftur á pönnuna með kjúklingnum. Bætið rjóma og mozzarella saman við og látið malla þar til osturinn hefur bráðnað. Næst fer kjúklingasoð saman við ( byrjið á helmingnum og sjáið hvort það þurfi meira). Kryddið til með ferskri basiliku, salti, pipar og chilli flögum.Hrærið vel í.

3. Leyfið þessu nú að malla í nokkrar mínútur og bætið kryddi og kjúklingasoði saman við eftir smekk. Njótið!

Auglýsing

læk

Instagram