Marineraðar mozzarella kúlur með basiliku og hvítlauk

Hráefni:

  • 1 1/2 dl extra virgin ólífuolía
  • 2 hvítlauksgeirar, rifnir niður
  • 1 msk fersk söxuð basilika
  • 1 msk ferskt saxað timjan
  • 1 msk ferskt saxað oreganó
  • 1/2 tsk chilliflögur, eða eftir smekk
  • 1/4 tsk sjávarsalt
  • 400 gr litlar mozzarella kúlur

Aðferð:

1. Blandið saman ólívuolíu, hvítlauk, kryddjurtum, chilliflögum og salti.

2. Bætið mozzarella kúlunum saman við og blandið vel saman.

3. Leyfið þessu að marínerast í minnst klukkutíma. Þetta geymist í loftþéttum umbúðum í kæli í nokkra daga.

Auglýsing

læk

Instagram