Ofnbakað blómkál með ristuðum kjúklingabaunum!

Auglýsing

Hráefni:

1 lítið blómkálshöfuð, skorið í bita
1 dós kjúklingabaunir
1 msk Garam Masala
1 msk söxuð steinselja
Ólívuolía
Sjávarsalt & svartur pipar

Aðferð:

1. Hitið ofninn í 180 gráður og leggið bökunarpappír á ofnplötu. Raðið blómkálsbitunum á plötuna ásamt vel af ólívuolíu, garam masala, salti og pipar.

Auglýsing

2. Bakið í ofninum í um 20-25 mín ( gott er að snúa þessu við þegar eldunartíminn er hálfnaður).

3. Sigtið vökvann frá kjúklingabaununum og þerrir þær örlítið. Ristið þær næst á þurri pönnu í um 10-15 mín eða þar til þær verða stökkar.

4. Raðið blómkálinu á disk ásamt kjúklingabaununum og skreytið með steinselju.

Auglýsing

læk

Nýjast á Matur

Instagram