Auglýsing

Ofnbakað brokkolí með parmesan, chilli og hvítlauk

Hráefni:

  • 1 stórt brokkolí, skorið í bita
  • 1 tsk salt & 1/2 tsk pipar
  • rauðar chilli flögur
  • 3-4 msk ólívuolía
  • 4 hvítlauksgeirar skornir í þunnar sneiðar
  • 2 msk rifinn parmesan
  • rifinn sítrónubörkur af hálfri sítrónu

Aðferð:

1. Hitið ofninn í 200 gráður og setjið bökunarpappír á ofnplötu. Setjið brokkolí bitana í stóra skál með ólívuolíu, salti, pipar og chilli flögum. Hristið þetta vel saman. Hellið þessu á ofnplötuna og drefið vel úr bitunum.

2. Bakið þetta í um 10 mín, takið þá plötuna út og dreifið hvítlaukssneiðunum yfir þetta. Bakið þetta aftur í um 6 mín. Takið þetta þá út aftur og drefið núna parmesan ostinum yfir þetta áður en þetta fer aftur inni í ofn í um 2 mín.

3. Takið þetta úr ofninum og raspið sítrónubörk yfir. Berið fram strax.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing