Ótrúlega einfaldur og bragðgóður kjúklingaréttur með chilli og engifer

Auglýsing

Hráefni:

 • 2 msk olía
 • 2 þurrkaðir chilli
 • 1 laukur, skorinn gróft
 • 6-7 hvítlauksgeirar, rifnir niður
 • 1 msk rifið engifer
 • 2 msk sojasósa
 • 2 msk hunang
 • 1/8 tsk kanill
 • 1/8 tsk negull
 • 1/8 tsk cayenna pipar
 • 500 gr úrbeinuð kjúklingalæri skorin í bita
 • 1.5 msk fiskisósa
 • Salt & pipar eftir smekk
 • saxaður vorlaukur til skrauts

Aðferð:

1. Hitið olíu á pönnu og steikið þurrkað chilli ásamt lauknum. Þegar laukurinn er farinn að mýkjast fer hvítlaukur, engifer, hunang, sojasósa, kanill, negull og cayenne pipar á pönnuna og öllu blandað vel saman og steikið í 1-2 mín.

2. Bætið næst kjúklingnum á pönnuna og steikið þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn. Kryddið réttinn til með fiskisósu, salti og pipar. Berið fram með hrísgrjónum og söxuðum vorlauk.

Auglýsing

læk

Nýjast á Matur

Instagram