Ótrúlega einfaldur og bragðgóður pastaréttur sem þú galdrar fram á stuttum tíma

Hráefni:

  • 1 pakki spaghetti
  • 4 msk smjör
  • 2 hvítlauksgeirar rifnir niður
  • 1 1/2 tsk svartur pipar
  • 2 dl rifinn parmesan
  • handfylli af klettasalati
  • fersk basilika
  • rifinn sítrónubörkur

Aðferð:

1. Sjóðið spaghetti eftir leiðbeiningum á pakkningu. Þegar pastað er klárt er 1/2 dl af vatninu tekinn til hliðar. Sigtið næst vatnið frá pastanu.

2. Bræðið 2 msk af smjöri á pönnu. Setjið hvítlauk og pipar á pönnuna og steikið í um 1 mín. Setjið næst 1/2 dl af pastavatni á pönnuna og leyfið þessu að malla stutta stund. Bætið næst parmesan osti saman við og leyfið honum að bráðna saman við vatnið.

3. Takið pönnuna af hitanum og setjið spaghetti á pönnuna ásamt klettasalati. Blandið öllu vel saman. Toppið með ferskri basiliku og rifnum sítrónuberki. Berið fram strax.

Auglýsing

læk

Instagram