Ótrúlega einföld og safarík kjúklingaspjót á grillið

Auglýsing

Hráefni:

  • 4 kjúklingabringur skornar í bita ( til að fá kjúklinginn extra safaríkann er hægt að setja volgt vatn í skál ásamt 1/2 dl af sjávarsalti. Bíða þar til saltið er alveg leyst upp og setja þá kjúklinginn útí. Þessu er svo leyft að standa í minnst 15 mín og allt upp í nokkra tíma í kæli. Þegar þessu er lokið er kjúklingurinn skolaður með köldu vatni og látinn þorna aðeins. Með þessari aðferð verður kjúklingurinn súper safaríkur)
  • 1 msk ólívuolía
  • 1 tsk sjávarsalt
  • 1/2 tsk svartur pipar
  • 1/2 tsk hvítlauksduft
  • 1/2 tsk paprika

Aðferð:

1. Hitið grillið. Ef notuð eru viðarspjót er gott að láta þau liggja í vatni í 15 mín áður, svo ekki kvikni í þeim á grillinu.

2. Setjið kjúklingabitana í skál ásamt ólívuolíu og blandið vel saman. Takið aðra minni skál og blandið saman salti, pipar, hvítlauksdufti og papriku. Kryddið næst kjúklinginn með kryddblöndunni og blandið vel þar til allur kjúklingurinn er hjúpaður. Þræðið næst kjúklinginn á spjótin.

Auglýsing

3. Grillið spjótin þar til þau eru elduð í gegn.

 

Auglýsing

læk

Nýjast á Matur

Instagram