today-is-a-good-day

Parmesan-kjúklingur með hvítlauk og blómkálsgrjónum

Hráefni:

  • 2 stórar kjúklingabringur, skornar í þvennt langsum svo úr verði 4 þynnri
  • 1 dl parmesan rifinn niður
  • salt og pipar
  • 2 hvítlauksgeirar rifnir niður
  • 1 tsk paprika
  • 1 tsk ítalskt krydd
  • 4 msk smjör

Blómkálsgrjón:

  • 1 blómkálshaus
  • 1 dl saxaður laukur
  • 2 hvítlauksgeirar rifnir niður
  • 2 msk grænmetissoð
  • safinn af 1 sítrónu
  • rauðar chilliflögur
  • 1/2 dl fersk steinselja söxuð niður
  • salt og pipar

Aðferð:

1. Takið disk og blandið saman parmesan, hvítlauk, paprikukryddi og ítölsku kryddi. Kryddið kjúklinginn með salti og pipar áður en honum er velt uppúr parmesan-blöndunni. Leggið til hliðar.

2. Hitið 2 msk af smjöri á pönnu og steikið bringurnar þar til þær verða fallega gylltar eða í um 3-4 mín á hvorri hlið, fer eftir þykktinni á bringunum. Færið yfir á disk eða fat.

3. Rífið blómkálið niður með rifjárni. Notið sömu pönnu og bræðið aftur 2 msk af smjöri. Steikið lauk og hvítlauk í um 1 mín, passið að brenna hann ekki. Setjið niðurrifna blómkálið á pönnuna og blandið öllu vel saman. Steikið í um 1 mín og hrærið reglulega í „grjónunum“. Hrærið næst 2 msk grænmetissoð, helmingnum af steinseljunni saman við og hrærið vel. Eldið áfram í um 1 mín og bætið þá sítrónusafanum saman við. Kryddið til með salti, pipar og chilliflögum. Hrærið hinn helminginn af steinseljunni saman við.

4. Leggið nú kjúklinginn yfir grjónin á pönnunni og leyfið þeim að hitna í gegn. Berið fram með svörtum pipar, chilliflögum og auka parmesan. Njótið!

Auglýsing

læk

Instagram