Rjómalagað kjúklingapasta í Toscana sósu

[the_ad_group id="3076"]

Hráefni:

  • 2 msk ólívuolía
  • 2 msk smjör
  • 700 gr kjúklingabringur skornar í strimla
  • 1/2 tsk salt
  • 1/8 tsk svartur pipar
  • 1 tsk ítalskt krydd
  • 2 hvítlauksgeirar
  • 5 dl spínat
  • 1 krukka sólþurrkaðir tómatar skornir niður, olían sigtuð frá
  • 6 dl rjómi
  • 1 1/2 dl rifinn parmesan
  • 1 pakkning penne pasta soðið eftir leiðbeiningum á pakkningu

Aðferð:

1. Kryddið kjúklinginn með salti og pipar á báðum hliðum. Setjið olíu á pönnu og steikið kjúklinginn á báðum hliðum þar til hann er eldaður í gegn. Takið þær af pönnunni og leggið til hliðar á fat eða disk.

2. Bræðið smjörið á pönnu og bætið hvítlauknum og sólþurrkuðu tómötunum á pönnuna. Steikið þetta í 2-3 mín og bætið þá spínatinu á pönnuna, steikið áfram í 2 mín. Hellið þá rjómanum saman við og náið upp suðu. Lækkið hitann á pönnunni og kryddið til sósuna til með salti, pipar, ítölsku kryddi og blandið rifna parmesan ostinum saman við.

[the_ad_group id="3077"]

3. Bætið næst soðna pastanum og eldaða kjúklingum saman við og blandið vel saman.

Auglýsing

læk

Instagram