Stökkar„kramdar“ hvítlauks-kartöflur

Hráefni:

  • 500 gr kartöflur
  • 4 hvítlauksgeirar, rifnir niður
  • 3 msk brætt smjör
  • salt og pipar

Aðferð:

1. Sjóðið kartöflur í um 20 mín eða þar til þær eru orðnar mjúkar. Hitið ofninn í 190 gráður og leggið bökunarpappír á ofnplötu.

2. Raðið kartöflunum á ofnplötuna og kremjið þær varlega niður með gaffli. Bakið í 20 mín.

3. Hrærið saman rifinn hvítlauk og smjörið. Hellið þessu yfir kartöflurnar og kryddið með salti og pipar. Bakið áfram í 5-7 mín.

Auglýsing

læk

Instagram