Stökkir ofnbakaðir brokkolíbitar með parmesan og cheddar

Hráefni:

  • 2 brokkolíhöfuð, skorin í bita
  • 2 1/2 dl brauðrasp
  • 2 1/2 dl rifinn cheddar ostur
  • 1/2 dl rifinn parmesan
  • 3 egg
  • 1 msk mjólk
  • 1 tsk hvítlauksduft

Aðferð:

1. Hitið ofninn í 200 gráður og leggið bökunarpappír á ofnplötu.

2. Hrærið egg og mjólk saman í skál.

3. Takið aðra skál og blandið saman brauðrasp, cheddar, parmesan og hvítlauksdufti. Dýfið næst hverjum og einum bita í eggjablönduna og næst í skálina með brauðraspinum. Gott er að þrýsta þeim vel niður svo þetta festist vel á þem.

4. Raðið þeim á ofnplötuna og bakið í 18-25 mín. Eldunartíminn fer eftir ofninum og stærð bitanna svo gott er að fylgjast vel með þessu. Berið fram strax með dressingu að eigin vali.

Auglýsing

læk

Instagram