today-is-a-good-day

10 hlutir sem hamingjusöm pör gera sem við ættum öll að gera!

Öll góð sambönd byggja á sama grunni virðingar, hreinskilni og ástar.

Sálfræðingurinn Mark Goulston hefur gert viðamiklar rannsóknir á pörum og komist að því að það eru nokkrir hlutir sem hamingjusöm pör gera alltaf.

1. Þau fara að sofa á sama tíma.

Hamingjusöm pör fara yfirleitt í rúmið á sama tíma, að undanskildum vinnutörnum, veikindum eða öðru tilfallandi.

2. Þau eiga sameiginleg áhugamál.

Þau áttu kannski ekki sameinginleg áhugamál þegar þau kynntust en bjuggu þau til, prufuðu eitthvað nýtt og nú er það þeirra áhugamál.

3. Þau leiðast. 

Mark mælir með því að pör leiðist þegar þau ganga hlið við hlið. Þannig sýna þau væntumþykju sína hvort á öðru.

4. Þau horfa frekar á það sem maki þeirra gerir vel heldur en mistök hans/hennar.

Ef þú horfir einungis á gallana í hinni manneskjunni muntu á endanum aðeins sjá þá. Ef þú einbeitir þér að því að sjá það jákvæða muntu sjá það.

5. Þau faðmast þegar þau hittast í lok dags.

Skortur á faðmlögum og snertingu í sambandi getur valdið erfiðleikum.

6. Þau treysta og fyrirgefa.

Fyrirgefningin er nauðsynleg í langtíma sambandi hún léttir á erfiðleikum sem þið gætuð horfst í augu við og heldur sambandinu lifandi. Þetta gerir það líka að verkum að fólk getur verið hreinskilnara hvort við annað.

7. Þau segja „Ég elska þig“ og „Eigðu góðan dag“.

Dagurinn byrjar heima með þeim sem þú býrð með. Þegar þú veist að þú getur treyst á maka þinn verða dagleg vandamál ekki jafn stór.

8. Þau segja „Góða nótt“ á hverju kvöldi.

Það er huggandi í lok dags að koma heim og finna að þú átt eitthvað einstakt með maka þínum.

9. Þau hringjast á eða senda sms yfir daginn.

Að hringja og athuga hvernig maki þinn hafi það yfir daginn hjálpar til við að halda tengslum og vináttu ykkar á milli. Ef þú ert að eiga slæman dag getur sms frá ástinni lagað margt.

10. Þau eru stolt hvort af öðru.

Aðdáun er eitt aðal byggingarefni trausts sambands.

Auglýsing

læk

Instagram