10 hlutir sem þú vilt ekki missa af að gera með barninu þínu

Auglýsing

Þau eru hávær, skilja eftir sig drasl og reyna á taugarnar á ólíklegustu stundum – en þau er líka það besta sem hefur komið fyrir foreldrið.

Börnin líta upp til foreldra sem fyrirmynda og bestu vina – og því er mikilvægt að láta þau vita að traustið er til staðar. Og það má gera á marga mismunandi máta.

Börnin eru lítil frjó hugmyndahús þegar kemur að ímyndunarafli og leik. Það er hægt að búa til sterka tengingu og góða minningar með því að nýta þessa hæfni barnsins á skemmtilegan hátt.

Hér eru 10 skemmtilegir hlutir til að gera með barninu.

Auglýsing

1. Teiknaðu útlínu af hendinni þinni á blað. Leggðu síðan hönd barnsins þíns inn í höndina – og teiknaðu þeirra. Láttu það sjá stærðarmuninn. Segðu því að einn daginn muni hönd þess verða stór eins og þín. En sem stendur sé hún smá. Biddu síðan barnið um að koma í göngutúr – leiddu það og ekki sleppa hönd þess fyrr en það sleppir þinni.

2. Farðu í störukeppni. Segðu þeim að vera alveg alvarleg – en þú skalt gretta þig eins og þú getur. Gerðu þig rangeygða/n og alla vitleysu sem þér dettur í hug. Farðu síðan inn í baðherbergið og láttu þau æfa sig að gretta sig með þér. Það er bókuð skemmtun.

3. Settu á skemmtilega tónlist og biddu þau um að kenna þér dans. Láttu eins og barnið sé algjör danssérfræðingur og gerðu allt sem það vill. Segðu barninu að það sé frábær dansari. Svo þegar barnið verður þreytt – skalt þú kenna barninu þinn dans við eitthvað frábært lag. Eins og til dæmis Macarena.

4. Taktu viðtal við barnið – og hafðu myndavélina í gangi. Láttu barnið setjast og spurðu þau um heiminn: hvað gerir forsetinn, hvað fólk gerir úti í geimnum, hvert myndirðu vilja ferðast í heiminum. Spurðu barnið eins margra spurninga og þér dettur í hug.

5. Láttu það velja hvaða fötum þú átt að klæðast. Allt saman. Láttu það svo velja sín föt. Búning. Sitthvoran skóinn. Farðu svo með þeim eitthvert út og fólk spyr um fötin þín, segðu þeim þá að barnið hafi klætt þig – og sé verðandi fatahönnuður. Láttu það verða stolt yfir sjálfu sér.

6. Lærið að segja hvort öðru hversu vænt ykkur þykir um hvort annað á dýratungumáli. Hvernig myndi það vera á kattamáli og hundamáli eða geitamáli?

7. Segðu já við einhverju sem þú segir alltaf nei við. Barnið vill kannski fara út með flugdreka eða bara borða franskar í kvöldmat. Og bara í dag. Segðu já.

8. Sestu niður með barninu og segðu hversu vænt þér þykir um það. Hrósaðu því síðan. Sama hvað það er sem barnið er gott í. Láttu það roðna. Láttu því líða vel í hjartanu. Því finnst ekki alltaf mikið koma til skoðana þinna – en það gerir það núna

9. Gerðu eitthvað gamaldags með barninu. Segðu því frá hlutum sem hafa breyst. Dragðu fram vídjótæki eða kassettutæki. Á meðan þau fá þessa sögukennslu, þá áttar þú þig líka á hversu stutt það hefur verið á þessari jörðu. Og þekkir til dæmis ekki líf án síma út um allt.

10. Í einn heilan dag – skaltu fela alla síma. Þú þarft ekki að gera neitt sérstakt annað en að svara barninu og þörfum þess – án utanaðkomandi truflana. Bara í einn dag. Láttu það vera dag sem barnið áttar sig á því að það er algjörlega í fyrsta sæti. Að það sé með þér núna – og það er ekkert annað sem skiptir máli.

Auglýsing

læk

Nýjast á menn

Instagram