12 MÝTUR um heilsuna sem þú verður að hætta að trúa!

Auglýsing

Sund eftir mat veldur krampa.
Eftir mat flæðir meira blóð í gegnum meltingarkerfið og minna um vöðva. Það getur orsakað þreytu og minni orku til sunds en á ekki að valda krömpum.
Áfengi drepur heilasellur.
Það drepur ekki sellurnar en veldur hins vegar skaða á taugaendum þeirra þegar áfengi er drukkið í miklu magni.
Að þú fitnar frekar við kaloríur á kvöldin.
Kaloríur eru bara kaloríur og er það aðeins spurning um hver heildarfjöldinn er en ekki hvaða tíma dags þær eru borðaðar.

Gulrætur bæti/lagi sjónina.
Þær geta hins vegar hjálpað að koma í veg fyrir hrörnun augnbotna sem er ein algengasta orsök blindu meðal fullorðna.

Að augun festis rangeygð.
Þú hlýtur engann skaða af því að gera þig viljandi rangeygðan.
Tyggjó tekur 7 ár að meltast.
Eins og flest allir innbyrðir hlutir þá fer tyggjó í gegnum meltingarkerfið þitt á nokkrum dögum.
Láta bregða þér til að losna við hiksta.
Það eru engar vísindalegar sannanir fyrir því að hiksti ætti að hverfa við það að bregða. Hiksti er í raun spasmi í öndunar vöðvum, trú er um að láta manni bregða eða öskra teygji á þessum vöðva og losi um hikstan.

Mataræði sem er lágt í fitu lætur kílóin hverfa.
Þó eitthvað sé merkt að það sér „low fat“ hefur það ekkert með að segja hvort það valdi eða ekki fitusöfnun. Þannig matur er oftast fullur af sykri og þá kaloríum.
Hitatap er mest um höfuð.
Þó við missum vitanlega mikinn hita um höfuð þá eru margir staðir sem tapa honum einnig hratt, eins og handakrikar og nári.
Að lesa undir litlu ljósi er vont fyrir augun og getur valdið blindu.
Ef þetta væri satt þá hefðu forfeður okkar sem lásu öll við kertaljós verið staurblind.
Að mikill kuldi valdi kvefi.
Kvef er veirusýking sem smitast milli fólks. Líklegast komið til vegna þess að þegar kalt er í veðri þá er fólk meira inni og því auðveldara fyrir veiruna að smitast.

Auglýsing

5 sekúndu reglan.
Vísindamenn hafa rannsakað hana með því að henda mat í gólfið og taka hann strax upp, þrátt fyrir að hafa verið svo stutt á gólfinu þá fundu þeir mikið magn af bakteríum á matnum.

Auglýsing

læk

Nýjast á menn

Instagram