15 tilvitnanir úr Disney teiknimyndum sem við ættum aldrei að gleyma!

Auglýsing

Disney teiknimyndir eru fyrst og fremst bara til að skemmta börnum – en við fullorðna fólkið eigum það til að hafa líka gaman af þessum myndum.

Þessar myndir eru nefnilega ekki bara skemmtilegar og flottar í útliti, heldur er yfirleitt lagt ótrúlega mikið í að gera þær góðar á öllum sviðum – og handritið er engin undantekning.

Hér eru 15 tilvitnanir úr Disney teiknimyndum sem við ættum aldrei að gleyma:

1. “Ójá, fortíðin getur verið særandi. En frá mínu sjónarhorni getur þú annaðhvort flúið hana eða … lært af henni!” – Apinn úr Lion King.

2. “Haltu bara áfram að synda” – Dóra úr Leitin að Nemó

Auglýsing


Lífið getur leikið okkur grátt eða okkur finnst allt vera á móti okkur. Dóra sagði okkur að halda bara áfram að synda, það mun birta til!

3. “Segðu henni sannleikann!” – Andinn úr Aladdín


Ekki grafa þig fasta/nn í lygavef, það er alltaf best að vera hreinskilin/n frá byrjun.

4. “Hakuna matata.” Tímon og Púmba úr Lion King


Hakuna Matata – og allar áhyggjur eru þurrkaðar út!

5. “Blómið sem blómstrar þrátt fyrir ómögulegar aðstæður og erfiðleika er það fallegasta af öllum” – Keisarinn í Kína úr Mulan

6. “Einbeittu þér að hlutunum sem þú þarfnast nauðsynlega og aðeins þeim. Gleymdu áhyggjunum og reiðinni”. – Móglí

7. “Þú ert hugrakkari en þú heldur, sterkari en þú sýnist og gáfaðari en þú getur ímyndað þér” – Bangsímon


Allir hafa bæði styrk- og veikleika. Einbeitu þér að því sem þú ert góð/ur í.

8. “Ég er aðeins hugrakkur þegar ég þarf að vera það. Það að vera hugrakkur þýðir ekki að leita uppi vandræði” – Múfasa úr Lion King.


Ekki eyða lífinu í það að sýna þig fyrir öðrum.

Nelson Mandela heitinn sagði eitt sinn: “Ég lærði að hugrekki er ekki að finna ekki fyrir ótta, heldur að sigrast á honum. Hugrökk manneskja er ekki sú sem hræðist ekkert, heldur sú sem sigrast á ótta sínum”.

9. “Fjölskylda þýðir að enginn er skilinn eftir útundan” – Líló úr Líló og Stitch

10. “Lokaðu augunum og hugsaðu um hamingjusömustu hluti í heimi. Það er eins og að hafa vængi” – Pétur Pan.

11. “Jafnvel kraftaverk taka smá tíma” – Álfakonan úr Öskubusku

12. “Sönn hetja er ekki valin eftir stærð vöðvanna utan á henni, heldur eftir styrk hjartans sem slær innra með henni” – Seifur úr Herkúles

13. “Út fyrir endimörk alheimsins!” – Bósi Ljósár úr Toy Story


Settu markið hátt!

14. “Mundu, hlátur er 10 sinnum kraftmeiri en öskur” – Skrímslin úr Skrímsli hf.

15. “Þú ert alveg klikkaður! En ég skal segja þér leyndarmál. Allt besta fólkið er klikkað” – Lísa úr Lísa í UndralandiEkki vera feimin/n við að vera aðeins öðruvísi – Vertu öðruvísi en allir aðrir!

Auglýsing

læk

Nýjast á menn

Instagram