8 ALGENGAR aukaverkanir við of litlum svefni – sem þú vissir örugglega ekki af!

Við getum stytt okkur leiðir með öllum mögulegum leiðum í lífinu en það er einn félagi okkar sem við getum aldrei svikist undan – og það er svefninn!

Rétt eins og bílar sem þurfa bensín getum við ekki komist hjá því að hvíla okkur fylla á orkutankinn. Þú kannast örugglega við aukaverkanirnar hér að neðan og það gæti því vel verið að þú værir ekki að sofa nægilega vel? Eða nægilega mikið!

Hér eru nokkur einkenni:

#1 Þú kemur minna í verk

Ef þú færð ekki nægilega mikinn svefn helst það í hendur að framleiðni minnkar. Hvort sem um ræðir líkamlega eða andlega áreynslu þá verður vinnan erfiðari.

#2 Þú ert utan við þig!

Skortur á góðum svefni hefur áhrif á viðbrögð og skarpa hugsun auk þess sem erfiðara verður að halda einbeitingu.

#3 Þú ert gleymin/n

Þegar þú sefur nær heilinn að „restarta“ sig, rétt eins og tölva sem þarf að slökkva á sér við og við. Ef þú sefur ekki nóg getur verið að minnið byrji að „hiksta“.

#4 Aukið stress

Daglegt amstur getur orðið að óyfirstíganlegu stressi ef svefn er lítill og svefngæðin lítil.

#5 Þurr húð

Þurr húð er annað merki um skort á svefni en líkaminn bregst við með mörgum leiðum þegar hann virkar ekki eðlilega.

#6 Þú verður klaufi!

Þegar þú færð takmarkaðan svefn er líkaminn ekki að starfa eðlilega og þú ert mun líklegri til þess að gera klaufaleg mistök eins og að hrasa.

#7 Þú færð kvef eða slappleika meira en einu sinni á ári

Ónæmiskerfi líkamans veikist með lélegu svefnmynstri og það gerir þig mun móttækilegri fyrir kvefi og öðrum kvillum.

#8 Bumba?

Vissir þú að líkaminn þarf meiri orku þegar hann er þreyttur? Skortur á svefni takmarkar framleiðslu þeirra hormóna sem vinnur gegn óþarfa fitu í líkamanum. Ofan á það ert þú svangari þegar líkaminn er ekki vel hvíldur.

Niðurstaðan er því einföld – við verðum að sjá til þess að við fáum nægan svefn!

Því það er greinilega ansi alvarlegt að passa ekki upp á sólarhringinn hjá sér…

Auglýsing

læk

Instagram