Anton eyddi tveimur árum með Yakuza meðlimum í Japan – MYNDIR

Velgengni Yakuza gengisins hófst í kringum árið 1600 þegar nokkrir svikahrappar úr lágstéttinni tóku sig saman og fölsuðu allskyns skilríki og pappíra ásamt því að svíkja fé út úr fólki.

Í dag er Yakuza gengið eitthvað hættulegasta og ríkasta glæpagengi heims.

Belgíski ljósmyndarinn Anton Kusters eyddi tveimur árum með Yakuza fjölskyldu í Japan og fékk ótrúlegt tækifæri til þess að ljósmynda meðlimi gengisins óáreittur.

Það sem kom Anton mest á óvart að eigin sögn var að meðlimir gengisins eru yfirleitt jakkafataklæddir og virðulegir við fyrstu sýn.

Talið er að um 100.000 manns séu í glæpagenginu.

Tekjur gengisins eru taldar koma að mestu leiti úr sölu á vændi, fjárhættuspili, vopnasölu, fjárkúgunum og eiturlyfjasölu.

Meðlimirnir eru allir tattúeraðir frá toppi til táar með merkjum gengisins.

Þá þekkist einnig að meðlimir skeri af sér eigin fingur sem afsökunarbeiðni móðgi þeir eða fari gegn orðum einhvers háttsetts í genginu.

Anton skrifaði bók um tíma sinn með genginu þar sem hann birti myndirnar. Bókin heitir „Odo Yakuza Tokyo“ og er án efa áhugaverð lesning.

Auglýsing

læk

Instagram