Áttu nokkuð hamstur? – Þá þarftu að vita þetta!

Hamstrabúr hafa oft ekki verið mikil smíð – og oft óttalegar kompur bara. Hamstrar þurfa nefnilega mun meira pláss – en fólk oft heldur. Í samstarfi við Gæludýr.is viljum við vekja athygli á þessu fyrir litlu loðnu vini okkar.

Vanalegt búr sem hamstrar hafa verið í – eru bara eins og að setja mann inn í kústaskáp. Það er ekki beint mikið fjör.

Búrið fyrir hamsturinn þarf að vera að minnsta kosti 70x40cm – og því stærra því betra.

Hamstrar eru svokallaðir omnivores sem þýðir að þeir borða bæði fæðu úr plönturíkinu og dýraríkinu. Þar sem þeir eru eyðurmerkurdýr baða þeir sig uppúr sandi en ekki vatni, því er mikilvægt að vera með dall í búrinu fyrir það.

Gott er að hafa í huga að hamstar hlaupa að meðaltali 9km á nóttunni og því gott að vera með hljóðlaus hjól. Og varðandi stærðir er best að hafa 25cm+ fyrir Gullhamstur og 20cm+ fyrir dverghamstur.

Lifi hamsturinn svo vel og lengi!

Auglýsing

læk

Instagram