„Barnið þitt er nakið í glugganum þínum“ – Nágranni sendi móður bráðfyndin skilaboð!

Hún Jeni Boysen sprakk úr hlátri eftir að hún fékk send skilaboð frá nágranna sínum – en í skilaboðunum stóð að barnið hennar væri nakið í glugganum hennar:


Skilaboðin komu frá Lauru sem er vinkona og nágranni hennar Jeni. Laura er einnig móðir og þekkir börnin hennar Jeni vel, svo hún gat líka séð húmorinn í þessu.

Það var hinn 2ja ára gamli Dax sem stóð þarna kviknakinn út í glugga og rétt áður en myndin var tekin þá var hann að vinka henni Lauru.

Dax var nýbúinn í sturtu og Jeni hafði ákveðið að stökkva líka í sturtu í kjölfarið.

Dax sat á hjónarúminu í handklæði og var að horfa á teiknimyndir þegar Jeni fór í sturtuna – og var kominn aftur á rúmið þegar hún var búin í sturtunni, svo hún hefði aldrei vitað af þessu ef það væri ekki fyrir skilaboðin frá Lauru.

Eftir að myndin varð víral og fór um Internetið eins og eldur í sinu þá ákvað Jeni að sýna Dax myndina – en 2ja ára guttinn áttaði sig ekki alveg á þessu og sagði bara: „Þetta er Dax.“

Auglýsing

læk

Instagram