Black Sabbath eyddi meiri pening í kókaín en í að gera plötu!

Það þarf ekki mikið meira en að hlusta á Ozzy Osbourne tala í sirka 10 sekúndur til að átta sig á því að hann er búinn að nota töluvert af vímuefnum í gegnum tíðina.

Það er svolítið athyglisvert að hugsa til þess að meðlimir Black Sabbath hafa viðurkennt að platan þeirra Vol 4 sem var gefin út í september 1972. kostaði 6,7 milljónir króna að gera – en á meðan þeir gerðu plötuna eyddu þeir 9,5 milljónum í kókaín.

Bandið vildi upphaflega kalla plötuna „Snowblind“ af þessum sökum en gáfu undan þrýstingi frá útgáfufyrirtækinu.

Platan seldist síðan í yfir milljón eintökum svo þeir komu allavega ekki út í tapi blessaðir.

Auglýsing

læk

Instagram