Dóttir Alec Baldwin notaði tækifærið og „GRILLAÐI“ pabba sinn frekar illa – myndband!

Alec Baldwin er þekktur leikari sem hefur sérhæft sig í reiðilestri yfir mótleikurum sínum – hann virðist þó ekki geta slökkt á reiðinni þegar hann kemur heim samkvæmt fjölskyldu leikarans.

Þegar dóttir hans Ireland var 11 ára opinberaði móðir hennar hljóðupptöku af Alec Baldwin þar sem hann var virkilega ósáttur og lét dóttur sína heyra það. Þetta var ekkert fyndið né grín svo þetta hafði réttilega alvarlegar afleiðingar fyrir Alec – sem skemmdi sambandið við dóttur sína.

Forræðisdeilur og fleiri erfið atvik úr æsku Ireland Baldwin eru vissulega ekkert grín. Það voru hins vegar margir ánægðir með hana þegar hún tók þátt í að GRILLA pabba sinn á Comedy Central. Þetta er án efa ein beittasta ræða sem hefur verið flutt í þáttunum en hún lét allt flakka.

Auglýsing

læk

Instagram