Auglýsing

Elsa verður fyrsta íslenska konan til að keppa á HEIMSMEISTARAMÓTI í skíðagöngu! – Viðtal!

Elsa Guðrún Jónsdóttir er þrítug íþróttakona frá Ólafsfirði. Hún hefur orðið Íslandsmeistari í skíðagöngu um 50 sinnum á sínum ferli. Elsa verður fyrsta íslenska konan til að keppa á heimsmeistaramóti í skíðagöngu. Heimsmeistaramótið verður sett miðvikudaginn 22 febrúar í borginni Lahti í Finnlandi.

Elsa tekur þátt í undankeppni 22 febrúar þar sem gengið verður 5 km og 10 fyrstu konurnar vinna sér rétt til að keppa í lengri vegalengdum. Svo er sprettganga 23 febrúar og fær Elsa einnig að taka þátt í henni.

„Ég hef keppt á tveim mótum úti og fengið 140 og 136 punkta. En ef ég væri búin að ná undir 120 punktum gæti ég bara keppt og þyrfti ekki að fara í þessa undankeppni.“ – Elsa

Fis punktarnir eru reiknaðir eftir því hversu langt þú ert á eftir fyrsta manni i keppninni og hversu góða punkta sá aðili er með. Sem sagt markmiðið er að hafa sem fæsta Fis punkta.

Elsa stundaði framhaldsskólanám við NTG skólann í Geilo í Noregi frá 2003-2006. Svo kom hún aftur heim til Íslands og var þá orðin tvítug. Árið 2008 eignaðist Elsa síðan sitt fyrsta barn og hvíldi skíðin í eitt ár. Hún hélt svo áfram að keppa 2009-10 þrátt fyrir að vera orðin ólétt af öðru barni.

Elsa tók sér síðan langa pásu frá 2011 til 2014 þegar hún flutti á Bifröst og fór í lögfræðinám í háskólanum þar. Svo flutti hún aftur heim til Ólafsfjarðar og keppti aftur á skíðunum veturinn 2015. Það var eins og hún hafi aldrei tekið sér pásu því hún sigraði allt það árið.

Elsa er gift, tveggja barna móðir og vinnur í banka á Ólafsfirði. Maðurinn hennar heitir Kristófer Beck og hann starfar sem sjómaður. Saman eiga þau börnin Svövu Rós og Elís Beck.

Image may contain: 4 people, people sitting, outdoor, nature and water

Image may contain: 4 people, people standing and indoor

Hvernig er undirbúningurinn búinn að vera fyrir heimsmeistaramótið?

„Þetta undirbúningstímabil er ekki búið að vera nógu gott vegna snjóleysis og kannski líka tímaleysis. Hefði viljað æfa meira en ég er búin að vera í 100% vinnu, með 2 börn og sjómann  og þá hef ég ekki mikinn tíma. En mun minnka vinnuna örlítið núna. Hef verið að æfa kl 6 einhverja morgna, æfi svo eftir vinnu einhverja daga eða á kvöldin. Þvi miður er þetta alveg að bitna aðeins á fjölskyldunni en ég hef þess vegna verið að reyna fara á morgnana og á kvöldin þegar þau sofa. Þarf að ná fleiri löngum æfingum sem hefur reynst mér erfitt vegna timaleysis. Annars fer ég mikið í fjallgöngur. Svo tók ég hjolaskiðin aftur fram í sumar en þau höfðu verið litið notuð síðustu ár og ég náði 2 sinnum 50 km á hjólaskiðum í sumar. Svo styrkur, rækt og hlaup þess á milli“. – Elsa

Image may contain: one or more people, sky, outdoor and natureImage may contain: one or more people, mountain, outdoor and nature

Image may contain: 1 person, sunglasses, mountain, sky, outdoor and nature

Elsa er búin að vera æfa með landsliðinu núna í vetur og verður eins og áður er búið að koma fram fyrsta íslenska konan til að keppa á heimsmeistaramóti í skíðagöngu. Hún keppir í undankeppninni á miðvikudaginn og það verður spennandi að sjá hvernig þessari ofurkonu á eftir að ganga.

En hvað næst?

„Keppti úti í desember 2016 og fékk mjög góða punkta. Sem sýndi mér að ég ætti alveg möguleika að komast á Ólympíuleikana. Ólympíuleikarnir eru markmiðið vegna þess að þeir voru 2006 og ég reyndi við þá þegar ég var í skólanum úti en náði ekki nógu lágum punktum. Held ég hafi náð 120 enn þarf að ná undir 100. Þá var ég bara tvítug. Tók því svo sem ekki nærri mér þá enda fannst mér ég svo ung og kannski ekki tilbúin. En með tímanum hef ég séð pínu eftir þessu tækifæri að hafa ekki reynt meira og fá að upplifa Ólympíuleikana. Og á sama tíma að fá að vera fyrsta konan til að komast þangað og keppa á gönguskíðum. Þannig mér finnst mjög spennandi að ná þessu núna og vera fyrsta konan til að fara.“ – Elsa

 

Image may contain: 2 people
Image may contain: 1 person
Það hefur marg sannast að þessi stelpa getur allt sem hún ætlar sér þannig að við bíðum spennt eftir ólympíuleikunum. Gangi þér vel Elsa!
Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing