Fræg GRÍNLEIKKONA bitin af SKÓGARMÍTLI (líklega) og er alvarlega VEIK – „Gæti orðið vandamál á Íslandi“ – myndir!

Amy Schumer úr kvikmyndinni TRAINWRECK er ein þekktasta grínleikkona og uppstandari heims. Hún hefur þurft að hætta við uppistandssýningar vegna erfiðra veikinda. Samkvæmt fréttum er hún með LYME-sjúkdóminn sem getur valdið alvarlegum einkennum.

Það er skógarmítill (TICK) sem veldur sjúkdómnum í flestum tilvikum og því má reikna með að Schumer hafi verið bitin fyrir einhverju síðan. Fyrirsætan Bella Hadid hefur verið að berjast við afleiðingar Lyme-sjúkdóms í einhvern tíma.

Ef bitið veldur Lyme-sjúkdómi eru helstu einkenni flensulík eins og hiti, hrollur, slappleiki, höfuðverkur, vöðva-og beinverkir, þreyta. Þessi einkenni geta varað vikum saman.

Í alvarlegum tilfellum líkt og virðist vera niðurstaðan hjá Schumer þá veldur Lyme-sjúkdómurinn langvarandi einkennum. Útbreidd sýking verður þegar bakterían dreifir sér um líkamann og sest að í húð, miðtaugakerfi, hjarta eða liðum.

Þetta getur gerst vikurnar eftir sýkingu ef ekki er gefin meðferð. Fyrir kemur að sýkingin valdi viðvarandi liðbólgum. Sjaldgæfir fylgikvillar eru minnisleysi, síþreyta og hjartsláttartruflanir sem haldast þótt bakterían hafi verið upprætt.

Samkvæmt grein sóttvarnalæknis er aukin hætta á að skógarmítlar á Íslandi fari að valda Lyme-sjúkdómnum á komandi árum. Ferðalög auka hættuna á að sjúkdómurinn berist til Íslands og með hækkandi hitastigi getur skógarmítlum fjölgað.

„Ísland er sem betur fer laust við moskítóflugur og margar aðrar smitferjur. Vitað er þó að skógarmítill, sem veldur vanda í mörgum nágrannalöndum okkar, getur borist til landsins. Ekki hefur enn sem komið er orðið vart við að hann hafi borið með sér smit hér á landi, svo sem Borrelíosa-Lyme sjúkdóminn. Hugsanlegt er að hlýnun veðurfars og vaxandi skóglendi hér á landi geti breytt þessu.“ segir Sóttvarnalæknir

Auglýsing

læk

Instagram