Grafa upp ÖLL LÍKIN á 3ja ára fresti og setja þau í ný föt – Myndirnar eru ekki fyrir viðkvæma!

Það er erfitt að missa ástvin og þó söknuðurinn hverfi aldrei verður hann viðráðanlegri með tímanum og á endanum sættir maður sig við þá staðreynd að maður muni ekki sjá ástvininn framar.

Þannig er því ekki háttað í Indónesíska þorpinu Tana Toraja.

Þar færðu að sjá ástvininn aftur, þremur árum eftir að hann deyr, þegar þú og fjölskylda þín grafið hann upp og setjið hann í ný föt.

Hefðin hefur verið stunduð þar í rúma öld eftir að veiðimaður nokkur gekk fram á lík. Í stað þess að grafa það bara eða skilja eftir ákvað hann að hreinsa það og klæða það í ný föt. Eftir það naut hann mikillar velsældar í lífinu og því dróg fólkið þá ályktun að það væri vegna þess hve vel hann sá um líkið sem hann hafði fundið.

Líkin eru svo sett í nýjar kistur og inn í klettavegg svo sá látni komist í „sálarland“

Auglýsing

læk

Instagram