Hefur þú vaknað að nóttu og ekki getað hreyft þig? – Svefnlömun er óhugnaleg reynsla

Fyrirbærið heitir „Sleep Paralysis“ á ensku og er oftast kallað svefnlömun á íslensku.

Stór hluti fólks upplifir þetta einhverntíma um æfina en þessi „köst“ eru algengust hjá ungu fólki og unglingum.

Köstin lýsa sér þannig að þú vaknar en getur ekki hreyft þig. Þér líður eins og þú sért með fulla meðvitund en líkaminn er lamaður.

Margir segjast hafa séð skugga fólks í herberginu sínu meðan á þessu stendur og er nokkuð algengt að fólk segist sjá skuggaveru sem sitji ofan á bringunni og reyni að kyrkja þau. Fyrirbærið var lengi þekkt undir nafninu „Mara“ á íslensku og trúði fólk því að hér væru á ferðinni draugar sem væru að stela orku úr líkamanum meðan fólk hvíldist.

Í dag eru þessar sýnir skrifaðar á ofskynjanir sem heilinn framkallar í ástandinu.

Þegar við sofum fara vöðvarnir okkar í slökunarástand og koma þennig í veg fyrir að við „leikum“ draumana okkar. Þegar bilun verður í þessu slökunarkefi gegur fólk t.d. í svefni.

Svefnlömun, það að vakna en líkaminn er lamaður, orsakast af einhverskonar villu í kerfinu, líkaminn er í rauninni enn í svefn slökunarástandinu en meðvitundin er vöknuð. Þetta getur verið óþægileg lífsreynsla og margir verða hræddir, en fyrirbærið er með öllu hættulaust.

Auglýsing

læk

Instagram