Hrikalega magnaðar myndir sýna hvernig ÍSJAKAR eru undir vatni

Fljótandi ísjakar eru tignarleg sýn – en þeir segja ekki aðeins nema 10% sögunnar – 90% af ísjakanum sést ekki því hann er undir yfirborði sjávar.

Lið kafara undir stjórn ljósmyndarans Tobias Friedrich ákvað að fara undir hafflötinn til að sjá það sem fæstir hafa séð – hvernig ísjakarnir líta í raun og veru út!

„Ég elska að vera í ögrandi aðstæðum sem fáir aðrir hafa farið í,“ sagði Tobias.

Þessum myndum náði hópurinn í tærum sjónum í Tasiilaq firði í Austur-Grænlandi, en kafararnir þurftu að berjast við mínus tveggja gráðu hafið til að ná þessu á filmu.

Auglýsing

læk

Instagram